Almennar fréttir - 29.09.2025
Kosið um fyrirkomulag styrkja
Rafrænar kosningar um fyrirkomulag styrkja til félagsfólks VR hófust kl. 10:00 í morgun, mánudaginn 29. september 2025. Kosningunum lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 20. október 2025.
VR félagar hafa sótt um styrki í gegnum VR varasjóð í tæp tuttugu ár. Nú hefur stjórn VR ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga VR til félagsfólks. Kosið er á milli tveggja valkosta; annars vegar VR varasjóðs og hins vegar styrkjakerfis eins og tíðkast hjá mörgum stéttarfélögum.
Allt fullgilt félagsfólk í VR hefur atkvæðisrétt. Auk þess geta greitt atkvæði félagar sem greiddu félagsgjald til VR í maí, júní eða júlí árið 2025. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir félagið.
Smelltu hér til að kynna þér valkostina, skoða dæmi um nýtingu eða spurt og svarað.
Aðgangur að atkvæðaseðli er frá vr.is. Ef þú hefur ekki aðgang að atkvæðaseðli en telur þig hafa rétt til að taka þátt í kosningunum, vinsamlega sendu póst til kjörstjórnar VR á kjorstjorn@vr.is