Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
tjaldsvæði-2

Almennar fréttir - 11.05.2022

Mundu eftir orlofsuppbótinni þinni!

Orlofsuppbót félagsfólks VR er 53.000 kr. árið 2022, m.v. fullt starf, og á að greiða þann 1. júní. Fullt starf er 45 unnar vikur í 100% starfi fyrir utan orlof á orlofsárinu frá 1. maí 2021 til 30. apríl 2022.

Uppbótin greiðist, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllu starfsfólki sem hefur verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl, eða eru í starfi fyrstu vikuna í maí.

Orlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattur, félagsgjald og lífeyrissjóðsiðgjald greiðist af orlofsuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á orlofsuppbótina.

Smelltu hér til að reikna út orlofsuppbótina þína.