Vr Utsynismyndir 1

Almennar fréttir - 10.05.2022

Launarannsókn komin út

Heildarlaun félaga í VR voru alls 703 þúsund krónur í febrúar síðastliðnum þegar litið er til miðgildis en miðgildi grunnlauna var 697 þúsund. VR birtir niðurstöður launarannsóknar tvisvar á ári, miðað við laun í febrúar og september. Launarannsóknin byggir á greiddum félagsgjöldum og skráningum félagsfólks á upplýsingum um starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum. Launarannsókn febrúar 2022 byggir á launum rúmlega 12 þúsund félaga í VR sem skráð hafa þessar upplýsingar á Mínum síðum.

Launarannsókn sýnir bæði grunnlaun og heildarlaun. Birt eru meðallaun, miðgildi launa og efri og neðri mörk. Einnig er birtur fjöldi svarenda bak við niðurstöðurnar. Hægt er að skoða laun eftir starfsstétt eingöngu eða eftir starfsstétt innan atvinnugreina.