Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
kjarasamningar.JPG

Almennar fréttir - 11.04.2019

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga VR verða birtar 24. apríl

Þótt atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga VR ljúki þann 15. apríl þá fara atkvæðagreiðslur um samningana fram á mismunandi tímum hjá félögum ASÍ.

Hafa félögin því sammælst um að bíða með að birta niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga til 24. apríl en þá lýkur síðustu kosningu meðal félaganna.

Niðurstöður kosninga hjá öllum félögum verða því birtar samtímis þann dag.