Almennar fréttir - 23.06.2021

Nýr kjarasamningur hjá ÍSAL

Í gær, 22. júní 2021, var undirritaður nýr kjarasamningur milli stéttarfélaga sem eiga aðkomu að kjarasamningi við ÍSAL í Straumsvík.

Um er að ræða langan samning til rúmlega fimm ára sem myndi gilda til 31. desember 2026. Samningurinn mun verða kynntur fyrir þeim félagsmönnum VR sem hann tekur til og í framhaldi af því verður boðað til atkvæðagreiðslu um samninginn á næstu dögum.