Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul

Almennar fréttir - 03.04.2019

Nýr kjarasamningur VR og SA undirritaður

Í kvöld var kynntur nýr kjarasamningur sem samninganefnd félagsins undirritaði fyrr í kvöld. Samningurinn gildir til 1. nóvember 2022.

Aðalatriði nýs kjarasamnings eru kjarabætur til tekjulágs launafólks og er breið sátt um um þær krónutöluhækkanir sem samið var um. Markmið samninganna er að stuðla að vaxtalækkun, lækkun skatta og aukinna lífskjara meðal félagsmanna VR. Vonast er til að unnt verði að lækka vexti um að minnsta kosti 1% yfir 12 mánaða tímabil. Lækkun vaxta myndi þýða aukningu kaupmáttar, aukningu ráðstöfunartekna heimilanna og stuðla að hagvexti.

Launahækkarnir í krónum talið á samningstímanum:

  • Fyrsta hækkun 1. apríl 2019 17.000 kr.
  • 26.000 kr. eingreiðsla ofan á orlofsuppbót sem greiða skal fyrir 2. maí 2019.
  • 18.000 kr. hækkun 1. apríl 2020, 6.000 kr. hækkun að auki ofan á taxtalaun
  • 15.750 kr. hækkun 1. janúar 2021, 8.250 kr. hækkun að auki ofan á taxtalaun
  • 17.250 kr. hækkun 1. janúar 2022, 7.250 kr. hækkun að auki ofan á taxtalaun

Miðað er við að lágmarkstekjutrygging fari stighækkandi og verði orðin 368.000 kr. við lok samingstímans.

Fyrirvari er í kjarasamningnum þess efnis að stýrivaxtalækkun sé forsenda fyrstu krónutöluhækkunar.

Markmið samningsins eru að stuðla að vaxtalækkun en vonast er til að komið gæti til 1-1,5% lækkunar vaxta samhliða þeim launahækkunum sem samið var um.

Verði hagvöxtur á samningstímanum nýtur launafólks þess sérstaklega þar sem í samningnum er gert ráð fyrir breytileika en ef ekki eru alltaf tryggðar þær krónutöluhækkanir sem um getur hér að ofan. Verði hagvöxtur á samningstímabilinu 1% kemur til auka 3.000 kr. hækkun, 2% hagvöxtur gæfi 8.000 kr. hækkun og 3% hagvöxtur gæfi 13.000 kr. hækkun, svo dæmi séu tekin. Slíkar hækkanir yrðu greiddar út í maí ár hvert, fyrst í maí 2020.
Samið er um styttingu vinnuvikunnar sem verður 45 mínútna stytting á viku, bæði í verslun og á skrifstofu. Virkur vinnutími verður 35,5 stundir á viku. Þá er gert ráð fyrir því í samningnum að launafólk eigi rétt á vinnutímasamtali við sinn atvinnurekanda.

Nýi kjarasamningurinn verður kynntur og settur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna og verður slíkt auglýst vel á miðlum félagsins við fyrsta tækifæri.