Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
1mai-2013.jpg

Almennar fréttir - 28.04.2020

Öðruvísi hátíðarhöld 1. maí

 

Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar verða ekki haldnir baráttufundir eins og venja er á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Þess í stað verður boðið upp á útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á RÚV kl. 19:40.

Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar einkenna þennan viðburð sem verður að teljast sögulegur. Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, Ellen Kristjáns og Auður, Jakob Birgisson uppistandari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins. Það eru ASÍ, BHM, BSRB og KÍ sem standa að dagskránni.

Þá verður hægt að búa til sitt eigið kröfuspjald á Facebook og sýna stuðning sinn við baráttu verkalýðshreyfingarinnar í verki með því að merkja prófílmyndina sína 1. maí.