Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
pipar.jpg

Almennar fréttir - 24.11.2016

Pipar/TBWA hlýtur jafnlaunavottun VR

Pipar/TBWA hlaut í dag, fyrst íslenskra auglýsingastofa, Jafnlaunavottun VR. Jafnlaunavottun staðfestir að karlar og konur innan fyrirtækis fá sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

VR óskar Pipar/TBWA innilega til hamingju með jafnlaunavottunina.


VR hóf jafnlaunavottun árið 2012 í samstarfi við vottunarfyrirtækið BSI á Íslandi. Vottunin felur í sér ítarlega úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að VR myndi bjóða upp á slíka vottun þar til opinberu ferli væri komið á, sem nú er komið til framkvæmdar og er stýrt af Velferðarráðuneytinu. VR er því í dag hætt með Jafnlaunavottun VR. Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu staðalsins hjá bæði fyrirtækjum og stofnunum. Eftir námskeiðið má leita vottunar hjá vottunarstofu.
Áhugasömum bendum við á að kynna sér nánar ferli vottunar og námskeiða hjá Fræðslusetrinu Starfsmenn, sjá hér.