Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 20.02.2019

Samningur milli VS og VR undirritaður

Þriðjudaginn 19. febrúar sl. undirrituðu formenn VS og VR, þeir Guðbrandur Einarsson og Ragnar Þór Ingólfsson, samning um samruna félaganna. Samningurinn gerir ráð fyrir að félögin starfi undir nafni og kennitölu VR að aflokinni félagslegri afgreiðslu í samræmi við lög félaganna.
VS mun viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem hafist gæti í byrjun mars og VR mun leggja samninginn fyrir til afgreiðslu á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 27. mars nk.

Gert er ráð fyrir að félögin sameinist 1. apríl nk. verði sameining samþykkt.