Vefspjall
Hleður upp...
Radstefna Vidburdur

Almennar fréttir - 27.01.2026

Samstaða um úrbætur í húsnæðismálum

SI og VR bjóða til fundar um húsnæðismál þriðjudaginn 3. febrúar á Hótel Reykjavík Grand. Fundurinn hefst kl. 14:30 og lýkur kl. 17:00. Hann er opinn öllum sem vilja taka þátt í málefnalegri umræðu um húsnæðismál og framtíð uppbyggingar á Íslandi.

Fjallað verður um húsnæðismálin frá ólíkum hliðum – frá stöðunni um áramót, reynslu á vettvangi og gjaldtökuheimildir sveitarfélaga sem og áhrif samfélagsbreytinga á húsnæðisþörf. Í pallborði verður leitast við að svara því hvernig við komumst frá orðum til athafna.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, setur fundinn og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, verður með erindi um húsnæðismál frá sjónarhóli launafólks. Ragnar Þór Ingólfsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytur ávarp í lok fundarins.

Sjá hér ítarlega dagskrá og upplýsingar um skráningu.