Vefspjall VR
International Day For The Elimination Of Violence Against Women

Almennar fréttir - 25.11.2025

Stöðvum ofbeldi gegn konum!

Í dag, 25. nóvember 2025, er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum. Við styðjum baráttu UNI Europa Commerce og stöndum með öllum konum sem mæta ofbeldi, áreitni og mismunun – á vinnustað, heima og í samfélaginu.

Konur eru meirihluti starfsfólks í verslun og þjónustu á Íslandi og í Evrópu. Of margar mæta ofbeldi, kynferðislegri áreitni, hótunum og valdbeitingu frá viðskiptavinum, samstarfsfólki og yfirmönnum. Nýjar tæknilausnir, eins og sjálfsafgreiðslukassar, hafa aukið álagið – oft með því að færa ábyrgð á öryggi og eftirliti yfir á starfsfólk.

Við krefjumst þess að:

  • Ísland staðfesti og innleiði samþykkt nr. 190 Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um ofbeldi og áreitni í atvinnulífinu.
  • Fyrirtæki geri skýra verkferla og verndaráætlanir gegn áreitni og ofbeldi.
  • Þolendur fái stuðning, trúnað og öruggar leiðir til að tilkynna ofbeldi.

Ofbeldi og áreitni á vinnustöðum eru vinnumarkaðsmál – ekki einkamál. Saman getum við skapað vinnustaði þar sem allir njóta virðingar, öryggis og jafnréttis.

Sjá nánar um herferð Uni Europa.