Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
lifskjarasamningur-mynd.JPG

Almennar fréttir - 05.04.2019

Stytting vinnuvikunnar hjá félagsmönnum VR

Í nýjum kjarasamningi VR við SA, sem undirritaður var 3. apríl sl. var samið um styttri vinnuviku félagsmanna VR um 45 mínútur á viku frá og með 1. janúar 2020. Útfærsla styttingar er í höndum hvers vinnustaðar fyrir sig. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi kosta:

  1. Hver dagur styttist um 9 mínútur
  2. Hver vika styttist um 45 mínútur
  3. Safnað upp innan ársins
  4. Vinnutímastyttingu með öðrum hætti

Vinnutímastytting tekur gildi 1. janúar 2020. Samkomulag um framkvæmd vinnutímastyttingar skal hafa náðst fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf.

Sjá nánar um styttingu vinnuvikunnar á vef VR hér.