Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 03.01.2019

Um bókanir orlofshúsa

Við viljum minna félagsmenn VR á að til að bóka orlofshús félagsins þarf að skrá sig inn á Mínar síður, annað hvort með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Opnað verður fyrir bókanir á orlofshúsum VR árið 2019 og fram á mitt ár 2020 sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 8. janúar 2019 kl. 19:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa sumarið 2019 (tímabilið 31. maí til 30. ágúst), fyrir þá sem ekki hafa leigt orlofshús undanfarin þrjú sumur.
  • Fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa fyrir þá sem leigðu orlofshús sumarið 2016, 2017 eða 2018.
  • Þriðjudaginn 15. janúar 2019 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir sem ná yfir tímabilið 31. ágúst 2019 til 31. maí 2020.

Skrifstofa VR í Reykjavík verður opin að kvöldi 8. janúar frá kl. 18:50-20:00 og geta þeir félagsmenn, sem ekki bóka á vefnum, komið á skrifstofu félagsins til að bóka. Þá verður einnig tekið við bókunum í síma 510 1700 frá kl. 19:00 þann sama dag.

Vakin er athygli á því að frá og með 1. júní 2019 munu orlofshúsum VR þar sem dýrahald er leyft, fjölga og verða því orðin 19 talsins. Sjá nánar hér. 

Athugið að innskráning á Mínar síður VR frá kl. 14:00 - 23:00 þriðjudaginn 8. janúar leiðir notanda beint á orlofsvef VR en ekki verður hægt að sækja um aðra þjónustu hjá VR en að bóka orlofshús. Er þetta gert til þess að draga úr álagi á kerfið á meðan bókanir orlofshúsa standa yfir. Biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Smelltu hér til að skoða orlofsvef VR.