Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Felagsfundur 14Des 2

Almennar fréttir - 15.12.2022

Vel sóttur félagsfundur haldinn í gær

VR hélt vel sóttan félagsfund í gærkvöld, miðvikudaginn 14. desember, til að kynna nýja kjarasamninga. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fór yfir samningana sem voru gerðir við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda og spunnust líflegar umræður og var mikið spurt. Tæplega 200 VR félagar sóttu fundinn, flestir í gegnum fjarfund. VR þakkar öllum sem gáfu sér tíma nú í aðdraganda hátíðanna fyrir að vera með okkur og kynna sér samningana.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamningana hófst í gær og stendur til hádegis miðvikudaginn 21. desember. VR hvetur félagsfólk til að kynna sér efnisatriði samninganna og nýta atkvæðisrétt sinn. Smelltu hér til að sjá nánar.