Almennar fréttir - 06.01.2026
Vilt þú gefa kost á þér í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna?
VR auglýsir eftir öflugum einstaklingum til að taka sæti fyrir hönd félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) kjörtímabilið 2026–2030.
Áhugasöm geta gefið kost á sér með því að senda inn kynningarbréf með rökstuðningi, starfsferilsskrá og trúnaðaryfirlýsingu fyrir klukkan 12:00 á hádegi miðvikudaginn 21. janúar 2026.
Skipað verður í tvö stjórnarsæti og eitt til vara og viðkomandi þarf að greiða til LIVE.