Almennar fréttir - 15.10.2025
VR blaðið er komið út!
Annað tölublað ársins 2025 af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Þema blaðsins er kvennaárið en í ár eru liðin 50 ár frá fyrsta kvennafrídeginum og skrifar Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, grein í tilefni þess. Þá er rætt við fjórar félagskonur í VR um kvennafrídaginn og hvaða þýðingu hann hefur haft fyrir samfélagið í nútíð og framtíð.
Nú standa yfir kosningar um fyrirkomulag styrkja hjá VR og er félagsfólk hvatt til að kynna sér málið og taka þátt í kosningunum. Á vef VR má einnig finna ítarlega umfjöllun um málið.
Fastir liðir eru á sínum stað í blaðinu, leiðari, viðtal við trúnaðarmanninn og krossgátan og Sudoku þrautir.
Við minnum félagsfólk á að það getur afþakkað blaðið í prentaðri útgáfu og skráð sig fyrir rafrænu eintaki á Mínum síðum.