Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
tjaldsvæði-2

Almennar fréttir - 23.06.2021

VR býður félagsfólki niðurgreiðslu á gistingu og ferðavögnum

VR býður félagsfólki niðurgreiðslu á gistingu og ferðavögnum sumarið 2021. VR veitir styrki til félagsmanna þannig að reikningur vegna gistingar innanlands er niðurgreiddur um 70% en að hámarki 10.000 kr. fyrir hvern félagsmann. Um er að ræða tímabundna aðgerð vegna COVID- 19.

Vakin er athygli á því að félagsfólk getur ekki nýtt sér slíka endurgreiðslu með öðrum orlofstengdum valkostum félagsins, það er að segja niðurgreiðslu á ferðavögnum eða bókun á orlofshúsi sumarið 2021. Gistitími miðast við frá 2. maí – 15. september 2021. Sækja þarf um styrkinn fyrir 30. október 2021, eftir það er lokað fyrir umsóknir.

Þá geta VR félagar tekið á leigu tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla eða hjólhýsi af viðurkenndum leiguaðilum og fengið niðurgreiðslu frá VR gegn framvísun kvittunar. Niðurgreiðslan er 5.000 kr. pr. nótt en þó að hámarki sex nætur fyrir hvert orlofstímabil, hámarksendurgreiðsla er því 30.000 kr. Greitt er eftir að dvöl lýkur gegn fullri greiðslu fyrir vagninn, leigutímabil þarf að koma fram á kvittun.

Umsókn um niðurgreiðslu á gistingu og ferðavögnum er að finna undir „Meira“ á Mínum síðum.