Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 08.08.2018

VR-félagar til fyrirmyndar

Umsjónarfólk á orlofssvæðinu í Miðhúsaskógi sendir félagsmönnum VR þakklætiskveðjur fyrir einstaklega góða umgengni um nýliðna verslunarmannahelgi.

Fjölmargir lögðu leið sína austur um helgina en framkoman var slík að ekki mátti finna bréfsnifsi þegar gestir höfðu yfirgefið tjaldsvæðið.

Það er því við hæfi að hrósa gestum helgarinnar fyrir umgengni sem er til fyrirmyndar en sjálfir voru þeir ósparir á hrósin um góða og þrifalega aðstöðu.

Smelltu hér til að nálgast upplýsingar um tjaldsvæði VR í Miðhúsaskógi í Bláskógarbyggð.