Almennar fréttir - 29.09.2025
VR fundar með félagsfólki hjá Play
VR mun funda með félagsfólki sem starfaði hjá Play á næstu dögum. Fundarboð verður sent með tölvupósti til félagsfólks sem starfaði hjá flugfélaginu og skráð hefur netfang sitt hjá VR. Á fundinum verður farið yfir næstu skref og réttindi félagsfólks.
Play hefur sem kunnugt er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að starfsfólk fái greidd laun fyrir septembermánuð og mun VR gera kröfu um laun og áunnin réttindi samkvæmt kjarasamningi fyrir sitt félagsfólk.
VR hvetur félagsfólk sem starfaði hjá Play til að uppfæra netföng og símanúmer á Mínum síðum á vr.is en tæplega 70 VR félagar störfuðu hjá flugfélaginu. Jafnframt bendir VR félagsfólki á að skrá sig við fyrsta tækifæri hjá Vinnumálastofnun.
VR mun fylgjast náið með þróun þessara mála og afleiðinga gjaldþrotsins á félagsfólk VR hjá öðrum fyrirtækjum.