Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul

Almennar fréttir - 27.02.2012

VR hlaut lúður

Íslensku auglýsingaverðlaunin, eða Lúðurinn, voru afhent sl. föstudagskvöld fyrir fyrir auglýsingar sem þóttu skara fram úr á árinu 2011. Alls voru verðlaunaflokkarnir 16 og fékk auglýsing VR verðlaun í flokki almannaheillaauglýsinga fyrir aðra miðla en sjónvarp.

Yfirskrift auglýsingarinnar var VR krefst aðgerða gegn atvinnuleysi en hún fólst meðal annars í því að hengdir voru upp rúmlega 2.500 borðar á áberandi stað á Kringlumýrarbraut en hver borði var tákn um einn atvinnulausan félagsmanna. Jafnframt voru birtar auglýsingar í fjölmiðlum og greinar í blöðum.

Auglýsingin var unnin af auglýsingastofunni Fíton. VR þakkar starfsmönnum Fíton fyrir vel unnið starf og óskar þeim til hamingju með verðlaunin.

Íslensku auglýsingaverðlaunin

Það er ÍMARK sem veitir Íslensku auglýsingaverðlaunin í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Tilgangurinn er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.