Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 22.06.2018

VR mótmælir afskiptum Hvals hf. af stéttarfélagsaðild

Samkvæmt upplýsingum frá Verkalýðsfélagi Akraness (VLFA) krefst forstjóri Hvals hf. þess nú af starfsmönnum fyrirtækisins að þeir eigi ekki aðild að VFLA.
Þessu ósvífna framferði eiganda Hvals hf. mótmælir VR kröftuglega enda bæði ólöglegt og ósiðlegt.

Fyrirtækið Hvalur hf. er bundið af ákvæðum kjarasamnings Starfsgreinasambandsins sem heimilar starfsmönnum að vera í VFLA kjósi þeir það. VR krefst þess að Hvalur hf. láti þegar í stað af þessari háttsemi og dragi tafarlaust til baka bann við aðild starfsmanna sinna að Verkalýðsfélagi Akraness.