Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
mynd104.JPG

Almennar fréttir - 27.02.2019

VR styður vinnustöðvun Eflingarfélaga 8. mars

VR styður heilshugar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar stéttarfélags á hótelum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars nk.

Samningaviðræður VR og Eflingar ásamt Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur báru engan árangur og tilboð Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir, sem þýða ekki annað en kaupmáttarrýrnun fyrir stærstan hluta félagsmanna, er algjörlega óásættanlegt. Ekkert frekar liggur á borðinu og því er rökrétt næsta skref félaganna að beita verkfallsvopninu í þeirri von að viðsemjendur okkar komi aftur að samningaborðinu með réttlátara hugarfari.

Efling ríður á vaðið með sérstakri vinnustöðvun þann 8. mars en í framhaldi af því eru boðaðar samræmdar verkfallsaðgerðir félaganna.

Stöndum saman!