Stundin er runnin upp!
Almennar fréttir
17.10.2025
Við tökum höndum saman 24. október til að heiðra og fá innblástur frá baráttukonunum sem á undan okkur komu og til að krefjast raunverulegra breytinga til að uppræta kynbundið ofbeldi, launamun kynjanna og misrétti. Við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina. Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.