Trúnaðarmenn

Trúnaðarmenn

Hvernig á að kjósa trúnaðarmann?

Starfsmenn á vinnustaðnum kjósa sér trúnaðarmann til tveggja ára í senn. Kosning fer fram í samráði við VR en trúnaðarmaðurinn fær staðfestingu á kjöri og umboð sitt frá félaginu. Kjósa má trúnaðarmann á vinnustað þar sem starfa fimm manns eða fleiri. Ef starfsmenn eru fleiri en 50 má kjósa tvo trúnaðarmenn.

Fjallað er um trúnaðarmenn annarsvegar í lögum...

Fjallað er um trúnaðarmenn annarsvegar í lögum...

um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938
um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980
um hópuppsagnir nr. 63/2000
um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum
... og hins vegar í kjarasamningum.