Mundu eftir desemberuppbótinni þinni

Fréttir - 29.11.2018
Mundu eftir desemberuppbótinni þinni

Desemberuppbót skv. samningum VR er 89.000 kr. m.v. fullt starf fyrir árið 2018.

Desemberuppbótin er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af desemberuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á desemberuppbótina.

Smelltu hér til að reikna út þína desemberuppbót.