Fyrstu íbúðir VR Blævar afhentar
                Almennar fréttir
                17.01.2025
                Fyrstu íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum íbúðafélagsins VR Blævar í Úlfarsárdal voru afhentar leigjendum í dag, föstudaginn, 17. janúar 2025. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, afhenti lykla að fyrstu íbúðinni að Skyggnisbraut til Nadiu Tamimi, einstæðrar móður með tvö börn á unglingsaldri heima.