Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 07.06.2017

Ársfundur deildar VR á Austurlandi

Ársfundur deildar VR á Austurlandi var haldinn 16. maí síðastliðinn. Formaður deildarinnar, Kristín María Björnsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starfsemi VR á félagssvæði deildarinnar síðasta starfsár. Kosið var í stjórn deildarinnar og var Kristín María Björnsdóttir endurkjörin formaður. Eygló Friðriksdóttir og Gunnar Heiðberg Gestsson voru kosin aðalmenn og Anna Karlsdóttir, Ellen Rós Baldvinsdóttir og Ingunn Kjartansdóttir voru kosnar varamenn. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, ávarpaði fundinn og kynnti sig og áherslur sínar sem formaður.