Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 07.06.2017

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum var haldin 23. maí síðastliðinn. Bjarni Daníelsson var kosinn formaður deildarinnar til tveggja ára en í stjórn voru kosnar sem aðalmenn Sigríður Stefánsdóttir til eins árs og Þórhildur Ragna Karlsdóttir til tveggja ára. Varamenn í stjórn voru kosin þau Guðný Hrefna Einarsdóttir til tveggja ára og Sigurjón Lárusson til eins árs.