Almennar fréttir - 25.06.2021

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar hefst 25. júní 2021 klukkan 12:00.

Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar hefst föstudaginn 25. júní 2021 kl. 12:00 og stendur til kl. 10:00 mánudaginn 5. júlí 2021.

Hægt er að greiða atkvæði í gegnum vefsíður félaganna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavikurvegi 64, 220 Hafnarfirði, frá kl 13:00 föstudaginn 25. júní og lýkur föstudaginn 2. júlí kl. 12:00. Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofutíma.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel innihald samningsins og nýta atkvæðisrétt sinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 5. júlí 2021.

Smelltu hér til að kjósa

Þann 22. júní 2021 var skrifað undir kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Rio Tinto á Íslandi hf. (ISAL) annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar. Samninganefndir Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hafa nú samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skv. 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

Um sameiginlega kosningu félaganna tveggja er að ræða þar sem einfaldur meirihluti allra greiddra atkvæða í heild ræður því hvort samningurinn er samþykktur eða honum hafnað sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 og er kjörskrá sett saman með tilliti til þess. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR sem starfa hjá Rio Tinto á Íslandi hf.