Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 08.03.2017

Baráttan heldur áfram

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars. Þessi dagur á meira en hundrað ára sögu að baki en við þurfum enn á honum að halda því baráttunni er langt í frá lokið.

Við hvetjum konur á vinnumarkaði til að huga að stöðu sinni á þessum degi sem öðrum – Öll störf eru kvennastörf eins og segir í yfirskrift hádegisfundar í tilefni af þessum degi sem haldinn verður á Grand hóteli í Reykjavík í dag. Sjá nánar á facebooksíðu viðburðarins.