Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 08.03.2017

Um þátttöku í kosningum til formanns og stjórnar

Um kl. 11:00 í morgun, þann 8. mars 2017, höfðu alls 802 félagsmenn VR kosið í allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2017 til 2019 en hún hófst kl. 9:00 að morgni 7. mars. Á kjörskrá er 32.721 félagsmaður. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12:00 á hádegi 14. mars.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér frambjóðendur og nýta atkvæðisrétt sinn. Atkvæðagreiðsla er rafræn.