Vr Husid 2020 Prent

Almennar fréttir - 15.12.2021

Costco skylt að greiða fyrir ferðir starfsfólks til og frá vinnu

Niðurstaða Félagsdóms liggur fyrir í máli VR gegn Costco Wholesale Iceland ehf um réttarstöðu starfsfólks varðandi greiðslu kostnaðar við flutning starfsfólks til og frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki sbr. grein 3.4 í kjarasamningi VR og SA: „Ferðir til og frá vinnustað á Stór-Reykjavíkursvæðinu, (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“

Niðurstaða dómsins var afdráttarlaus að það væri ábyrgð atvinnurekanda að bera kostnað vegna ferða starfsfólks til eða frá vinnu á þeim tíma sólahrings sem almenningssamgöngur væru ekki í boði og að sá kostnaður væri reiknaður skv. viðmiði Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald á hverjum tíma, skv. gr. 3.6. í kjarasamningi VR og SA. Gjaldið er skv. auglýsingu nr. 1/2021 120 kr. pr. hvern ekinn km.

VR gerði kröfu um að Costco greiddi starfsfólki kostnað ferða til og/eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar gengu ekki. Fyrirtækið hafnaði því og taldi að greiðsluskylda ætti einungis við þegar starfsfólk notaði strætisvagna dagsdaglega til að komast til/frá vinnu.

Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.