Vr Adalfundur 2024 Gullmerki

Almennar fréttir - 22.03.2024

Eftir aðalfund VR

Aðalfundur VR var haldinn í gær, fimmtudaginn 21. mars 2024. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 samþykktur. Stjórn lagði fram 17 tillögur að lagabreytingum sem voru allar samþykktar, þar af ein með breytingum. Var meðal annars samþykkt að lengja kjörtímabil formanns, stjórnar og trúnaðarráðs úr tveimur árum í fjögur. Tillögurnar má sjá í heild sinni hér.

Þrjú voru sæmd gullmerki VR og þeim þökkuð vel unnin störf á vettvangi félagsins en þau eru Gunnar Böðvarsson, Hansína Gísladóttir og Valva Árnadóttir.

Lýst var kjöri stjórnar og trúnaðarráðs en kosningar í félaginu voru haldnar í mars. Niðurstöður kosninga má sjá hér. Önnur aðalfundarstörf voru tekin fyrir.

Þá var samþykkt að framlag í VR varasjóð verði samtals 1.050 m.kr. fyrir árið 2023. Greitt verður í varasjóðinn mánudaginn 25. mars 2024.