Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Hellishólar.jpg

Almennar fréttir - 31.07.2018

Enn fjölgar orlofskostum fyrir VR félaga

Nú hefur verið opnað fyrir útleigu tveggja stórra og veglegra orlofshúsa á Hellishólum í Fljótshlíð á orlofsvef VR. Húsin eru nýbyggð og standa við Gimbratún 14 og 16. Um er að ræða tvö eins hús með fjórum svefnherbergjum. Nánasta umhverfi býður upp á fjölbreytta afþreyingu svo sem golfvöll, sundlaug, veiði, leiksvæði, fallegar gönguleiðir og áhugaverða staði.                      

Frá því í ársbyrjun 2017 hafa fimmtán orlofshús bæst við víðsvegar um landið. Vonir standa til að þeim haldi áfram að fjölga á komandi misserum til samræmis við ákvörðun stjórnar VR í janúar 2017.
Félagið mun færa félagsmönnum fréttir af frekari kaupum þegar þau liggja fyrir.

Sjá nánar á orlofsvef VR