Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-3.jpg

Almennar fréttir - 09.07.2018

Hefur þú kynnt þér Bjarg íbúðafélag?

Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju-og eignamörkum og hafa verið fullgildir félagsmenn aðildafélaga ASÍ eða BSRB sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.

Tekju- og eignamörk

Í lögum um almennar íbúðir eru tilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu. Árstekjur leigjenda skulu ekki nema hærri fjárhæð en:

  • 5.105.000 kr. ári (eða 425.417 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling
  • 7.148.000 kr. á ári (eða 595.667 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk
  • 1.276.000 kr. á ári (eða 106.333 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.

Hámarks heildareign heimilis má ekki vera hærri en 5.510.000 kr.

Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara 25-30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

Fyrstu íbúðirnar tilbúnar á næsta ári

Áætlað er að afhending fyrstu íbúða á höfuðborgarsvæðinu verði í júní 2019 en framkvæmdir eru hafnar í Spöng í Grafarvogi og í Úlfarsárdal. Félagið áætlar að um 450 íbúðir verði komnar í byggingu í loks árs 2018 og um 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verða meðal annars í Reykjavík, Á Akranesi, í Þorlákshöfn og Sandgerði.

Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur má finna á vef Bjargs hér.