Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Gauti-1.jpg

Almennar fréttir - 07.05.2017

Fjölmenni á Fjölskylduhátíð VR

Fjölmenni tók þátt í Fjölskylduhátíð VR sem haldin var í blíðskaparveðri á Klambratúni í gær, laugardaginn 6. maí. Stutt skemmtiskokk var farið í kringum túnið en áður hafði mannskapurinn tekið létta upphitun í formi jógaæfinga. Eftir hlaupið voru grillaðar pylsur, ísbíllinn mætti á svæðið og allir hlauparar fengu verðlaunapening og eyrnabönd.

Emmsjé Gauti flutti nokkur af sínum vinsælustu lögum og voru bæði börn og foreldrar vel með á nótunum enda er hann einn vinsælasti tónlistarmaður á Íslandi um þessar mundir. Þá fluttu ungar og upprennandi tónlistarkonur, RuGl frá Hagaskóla, frumsamin lög og nokkuð ljóst að þær eiga framtíðina fyrir sér í tónlistinni.

VR þakkar öllum gestum sem lögðu leið sína á Klambratún fyrir frábæran dag í yndislegu veðri.