Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
eventcover-01.png

Almennar fréttir - 05.05.2017

Fjölskylduhátíð VR á laugardaginn!

VR býður alla velkomna á Fjölskylduhátíð á Klambratúni á morgun, laugardaginn 6. maí kl. 11. Skemmtunin hefði venju samkvæmt átt að vera haldin á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks þann 1. maí en var frestað sökum veðurs.

Boðið verður upp á jóga og létt skemmtiskokk í kringum Klambratún, um 1.5 km. leið og fá allir þátttakendur í hlaupinu verðlaunapening. Að hlaupi loknu verða grillaðar pylsur.
Sóli Hólm sér um að kynna dagskrána en meðal þeirra sem koma fram er Emmsjé Gauti.

Láttu okkur vita hvort þú mætir!