Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 14.09.2018

Framboðsfrestur

Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa félagsins á 43. þing Alþýðusambands Íslands 2018.

Kjörnir verða 87 fulltrúar og 30 til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 300 fullgildra félagsmanna þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 21. september næstkomandi.

Kjörstjórn VR