Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 12.09.2018

Sameiningarviðræður VR og VS langt komnar

Samninganefndir VR og Verslunarmannafélags Suðurnesja (VS) hafa fundað og rætt sameiningu félaganna. Vel hefur gengið í viðræðum og brátt munu liggja fyrir drög að samningi um sameiningu. Stefnt er að því að viðhafa atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VS um samninginn í nóvember og verði hann samþykktur gæti hann tekið gildi frá og með 1. janúar 2019. Markmið viðræðna hefur verið að sameining styrki bæði féögin þannig að VR yrði við sameiningu enn öflugra félag og félagsmenn VS komi til með að njóta betri réttinda og aukinnar þjónustu.