Almennar fréttir - 07.09.2022

Framboðsfrestur

Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í listakosningu í VR við kjör fulltrúa félagsins á 45. þing Alþýðusambands Íslands 2022.

Kjörinn verður 91 fulltrúi og 40 til vara. Framboðslistar, með fyrirliggjandi samþykki allra sem á listunum eru, ásamt meðmælum 300 fullgildra VR félaga, þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12:00 á hádegi 15. september næstkomandi.

Kjörstjórn VR