Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 30.11.2020

Grái herinn skorar á alþingismenn

Grái herinn, baráttuhópur eldri borgara, skorar á alþingismenn að hækka ellilífeyri um 15.750 kr. til samræmis við almenna launahækkun fyrir árið 2021 hjá ASÍ, BSRB og BHM. Í frumvarpi fjárlaga fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir 3,6% hækkun ellilífeyris, sem gera 9.244 kr.

Smelltu hér til að lesa áskorun Gráa hersins til alþingismanna.