Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Höfuðborgarráðstefnan

Almennar fréttir - 08.06.2023

Höfuðborgarráðstefna verslunarfólks

Höfuðborgarráðstefnu stéttarfélaga verslunarfólks Norðurlandanna var slitið í dag, fimmtudaginn 8. júní. Ráðstefnan er árleg og er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Fulltrúar stéttarfélaganna voru 25 talsins og þótti ráðstefnan hafa heppnast vel. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, setti ráðstefnuna í gærmorgun, miðvikudaginn 7. júní. 

Á ráðstefnunni var meðal annars rætt um kjarasamningagerð í skugga verðbólgu og rætt um síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Einnig var áhersla lögð á umræðu um starfsmenntamál launafólks í verslun og þjónustu í ljósi þeirra breytinga sem fjórða iðnbyltingin og tækniþróunin hefur í för með sér. Þá var fjallað um stöðu stéttarfélaga og breytt umhverfi þeirra. Einnig var rætt um það sem ber hæst hjá stéttarfélögunum í hverju landi fyrir sig.

Næsta ráðstefna verður haldin í Kaupmannahöfn að ári.