Close Up Phone In Hand 2021 09 04 04 42 54 Utc

Almennar fréttir - 14.06.2023

Viðtökur á vefspjalli VR góðar

VR tók í notkun vefspjall á vef sínum, vr.is, fyrr á þessu ári. Móttökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum en yfir 1900 fyrirspurnir hafa borist í gegnum spjallið síðan það opnaði. Símtölum til félagsins hefur ekki fækkað eftir að vefspjallið var tekið í gagnið og því um hreina viðbót við þjónustu félagsins að ræða.

Félagið þakkar góðar viðtökur og hvetur félagsfólk til að prófa að senda fyrirspurnir á vefspjallið.