Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
ORIGO Snaebjorn9352 (1)

Almennar fréttir - 28.04.2021

Hvað er eiginlega stafræn umbreyting? – Rafrænn hádegisfyrirlestur

Framþróun upplýsingatækninnar hefur verið hröð síðustu ár og stafræn hæfni einstaklinga orðin jafnvel enn mikilvægari. En hvað þýðir þessi stafræna umbreyting og hvernig snertir hún okkur? VR býður upp á áhugaverðan fyrirlestur um þetta málefni á morgun, fimmtudaginn 29. apríl kl. 12:00 – 13:00.

Í fyrirlestrinum fer Snæbjörn yfir þessa þróun út frá fjórðu iðnbyltingunni, segir frá því hvar við stöndum í dag og hvers er að vænta. Við erum nú þegar kominn á fleygiferð inn í gríðarlega umbreytingu sem talin er að verði jafnvel meiri breyting á næstu 30 árum en mannkynið hefur upplifað síðustu 150 árin. Snæbjörn starfar sem sérfræðingur hjá Origo og hefur unnið við upplýsingatækni í yfir 25 ár. Hans helstu áherslusvið innan upplýsingatækninnar eru stafræn framtíð og umbreytingar.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, 29. apríl kl. 12:00-13:00, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður og verður þar aðgengilegur í 7 daga.

Smelltu hér til að skrá þig!