Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fanar 6

Almennar fréttir - 28.04.2021

Kjörið í fulltrúaráð VR fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna

Á trúnaðarráðsfundi VR sem haldinn var í gær, þriðjudaginn 27. apríl, voru 10 trúnaðarráðsmenn kjörnir í fulltrúaráð VR fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna en 16 einstaklingar gáfu kost á sér að þessu sinni. Skv. 3. gr. reglna um fulltrúaráðið skal kynjaskipting vera jöfn og voru því fimm karlar og fimm konur kjörin í fulltrúaráðið.

Fulltrúar VR í fulltrúaráðinu eru 25 sem skiptist þannig að allir stjórnarmenn VR eru í fulltrúaráðinu og trúnaðarráð VR skipar 10 fulltrúa úr sínum hópi í fulltrúaráðið. Kjörtímabilið er eitt ár.

Hér að neðan má sjá lista yfir þá sem voru kjörnir í fulltrúaráð í gær:

Áslaug Alexandersdóttir
Auður Jacobsen
Benedikt Ragnarsson
Birgir Már Guðmundsson
Guðlaug Rúna Guðmundsdóttir
Ottó Sverrisson
Sveinn Enok Jóhannsson
Unnur Elva Arnardóttir
Valdimar Leó Friðriksson
Þóra Skúladóttir Öfjörð

Stjórnarmenn VR í fulltrúaráðinu eru:

Ragnar Þór Ingólfsson
Harpa Sævarsdóttir
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson
Friðrik Boði Ólafsson
Fríða Thoroddsen
Helga Ingólfsdóttir
Jón Steinar Brynjarsson
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Selma Björk Grétarsdóttir
Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigurður Sigfússon
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þórir Hilmarsson