Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 12.12.2019

Hvert ætlar þú í sumar?

Opnað verður fyrir bókanir á orlofshúsum VR árið 2020 og fram á mitt ár 2021 sem hér segir:

Þann 7. janúar 2020 kl. 19:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa sumarið 2020 (tímabilið 29. maí til 30. ágúst).
Þann 9. janúar 2020 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa fyrir þá sem leigðu orlofshús sumarið 2017, 2018 eða 2019.
Þann 15. janúar 2020 kl. 10:00 verður opnað fyrir bókanir sem ná yfir tímabilið 31. ágúst 2020 til 28. maí 2021.

Hægt verður að bóka orlofshús rafrænt á Mínum síðum á vr.is. Einnig verður skrifstofa VR opin að kvöldi 7. janúar og geta þeir félagsmenn sem ekki bóka rafrænt komið þangað. Einnig er tekið við bókunum í þjónustuveri VR í síma 510 1700.