Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
Jólakúlur2.jpg

Almennar fréttir - 13.12.2019

VR styður hjálparstarf um hátíðirnar

VR styrkir starf hjálparsamtaka um hátíðirnar eins og undanfarin ár. Í ár var ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar um tvær milljónir króna og Rauða kross Íslands um tvær milljónir króna. Auk þess verða deildir Rauða kross Íslands á Akranesi, Austurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum styrktar um 250.000 kr. hver.

Félagið vill þannig leggja sitt af mörkum til að aðstoða þá sem helst þurfa á stuðningi að halda yfir hátíðirnar. Með þessu fjárframlagi fylgir ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári til félagsmanna og landsmanna allra og ekki síst þeirra sem glíma við erfiðleika og veikindi.