Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_adalfundur_2018-1.jpg

Almennar fréttir - 17.01.2019

Kjaraviðræður halda áfram

Á síðasta fundi samninganefndar VR með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness hjá ríkissáttasemjara í gær kom loks í ljós hvert svigrúm er til launahækkana að mati viðsemjenda okkar hjá Samtökum atvinnulífsins.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, sagt að viðræðuslit myndu blasa við ef viðsemjendur gefðu ekki upp afgerandi afstöðu til okkar krafna en þær hafa legið fyrir um nokkurt skeið.

Þar sem nú hafa loks komið efnisleg viðbrögð á okkar kröfur er ekki ástæða til viðræðuslita að svo stöddu. Það liggur þó ljóst fyrir að stjórnvöld verða að koma við sögu í þessum samningaviðræðum svo unnt sé að ganga frá samningum.

Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara hefur verið boðaður á mánudaginn í næstu viku.