Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Hadegisfundur_01.jpg

Almennar fréttir - 21.01.2019

Hádegisfyrirlestur um launaviðtalið

VR býður félagsmönnum sínum á áhugaverðan hádegisfyrirlestur nk. fimmtudag, 24. janúar, kl. 12.00 - 13.00.

Í fyrirlestrinum verður rætt um launaviðtalið, hvernig starfsmenn geta undirbúið sig fyrir launaviðtalið.
Komið verður inn á þætti sem skapa virði starfsmanna, rætt verður um starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Einnig verður fjallað um þætti sem snúa að undirbúningi launaviðtalsins og sagt frá helstu aðferðum samningatækni sem nýtast í launaviðtalinu.

Fyrirlesari: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna í atburðadagatali VR hér.

Smelltu hér til þess að skrá þig.