Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 02.03.2021

Kynningarfundur frambjóðenda

Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR kjörtímabilið 2021-2023 kynna sig og áherslur sínar á kynningarfundi VR á fjarfundarforritinu Zoom, fimmtudaginn 4. mars kl. 20:00.

Tvö einstaklingsframboð eru til formanns VR: Framboð núverandi formanns, Ragnars Þórs Ingólfssonar, og framboð Helgu Guðrúnar Jónasdóttur. Þá eru 11 einstaklingsframboð til stjórnar en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Hlekk á fundinn má finna undir Mínum síðum á vr.is á fimmtudag.

Allir VR félagar eru velkomnir.